18.9.2009 | 03:02
Ráðalaus og veit ekkert
Ég er búin að vera undir miklum rannsóknum og ég fæ aldrei að vita neitt og sjálfkrafa leiðir hausinn á mér mig alltaf á sama stað.
ég er búin að vera í blóðprufum, sneiðmyndatökum og núna er ég að fara í segulómun á höfðinu .
sjálfkrafa er hausinn á mér kominn á þann stað að það sé eitthvað mikið að og að hugsanlega þá sé þetta bara búið hjá mér nú sé ég bara að fara að deyja.
og hvað þá hvað verður um Heiðuna mína það er ekki eins og hún eigi einhvern annan en mig að sér.
ég er að fara yfirrum og langar bara að hafa einhvern hérna hjá mér sem þykir vænt um mig og seigir mér að þetta verði allt í lag.
Mig langar ekki að deyja og þessi endalausa bið er að gera mig geðveika
Athugasemdir
Elsku hjartahlýja, brosmilda gullfallega vinkona
Auðvitað er þetta erfitt og það er fátt erfiðara en biðin eftir svari, en þetta verður allt í lagi, því skal ég lofa og endilega hringdu í mig elskan þegar þú getur.
KNÚS!
Erna
Erna Lilliendahl, 18.9.2009 kl. 11:28
Elsku Gyða mín, þegar svona er í gangi, rannsóknir, blóðprufur, skannar, myndatökur og annnað eins... elsku Gyða, ég er búin að fara í gegnum svona pakka oftar en einu sinni og alltaf hugsa ég það versta, en þegar við hugsum þetta versta er alltaf það góða í því að það kemur ekkert slæmt út úr þessu. Ég tala af reynslu, reyndu þitt besta að hugsa um eitthvað annað, ég veit að það er erfitt..... en reyndu.
Þetta fer allt vel, vertu bjartsýn og farðu vel með þig.
Bestu batakveðjur frá mér Linda
Linda litla, 25.9.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.