21.2.2009 | 04:06
Minning um Afa
Það er orðið svo lítið síðan ég skrifaði eitthvað síðast en ég hef verið hálf dofin upp á síðkastið.
Maður veit ósköp lítið hvað maður á að seigja og gera þegar maður missir eitt hvern frá sér sem maður elskar svona mikið en hann afi minn féll frá á laugardaginn síðasta og mér langaði að skrifa smá um hann hérna.
Málið er það að frá því ég man eftir mér þá hefur hann afi minn verið uppáhalds manneskjan í mínu lífi.
Þegar ég var barn þá var alltaf nóg að hringja í afa og hann kom og sóti mig og við fórum í bíltúr og við fengum okkur kaffi saman, hann var svo miklu meira heldur en bara afi minn hann var líka besti vinur minn og hefur alltaf staðið við bakið á mér sama hvað bjátar á.
Ég var kannski ekki alltaf engill en hann kom alltaf fram við mig eins og ég væri það.
Sem barn var ég mjög mikið hjá honum og ömmu Gisti þar mjög mikið og fékk eiginlega allt sem ég vildi og alltaf tvisvar í viku þá fórum við út að versla og í bíltúr,
Ef það var verið að sína leikrit fyrir börn í leikhúsum bæjarins já fórum við, afi var aldrei og upptekinn fyrir mig og í gegnum erfiða æsku þar sem ég átti fáa vini þá gat ég alltaf leitað til hans.
Og svo varð ég eldri og átti Heiðu og hún varð strax mikil afa stelpa og við vorum hjá þeim næstum daglega og eins og önnur börn í fjölskilduni fékk Heiða allt sem hún vildi þegar við fórum til ömmu og afa og þau voru svo stolt af henni og hvað hún var dugleg að öllu sem hún tekur sér fyrir hendi.
Ég get ekki byrjað að lýsa því hvað ég sakna hans mikið og það kemur ekki sá dagur sem ég fæ ekki tár í augun af söknuð til hans.
Mig langaði bara að deila því með ykkur hvað hann var æðislegur
Kveðja Gyða
Athugasemdir
Samúðarkveðja elsku hjartans vinkona
Erna Lilliendahl, 22.2.2009 kl. 00:03
elsku stelpan mín fékk tár við að lesa þetta var ekki neima smá eldri en litlan þín þegar ég missti minn elsku afa svo þetta er erfitt það veit ég
vertu áfram sterk dúllan mín og knús á ykkur mæðgurnar samhryggist :*
Björk (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 01:37
Vildi bara að ég. gamall afi og langafi, fengi slík eftirmæli; en maður verður að sætta sig við að menn og konur búa yfir mismunandi eiginleikum.
Ssmyrill (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:44
þekka þér fyrir það Ssmyrill.
Hann afi minn skipti mig rosalega miklu máli og var svo rosalega stór þáttur í mínu lífi
Gyða Dröfn Hannesdóttir, 30.3.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.