28.3.2009 | 17:10
Bíddu ertu ekki að grínast
Hvernig er það Datt engum í hug að kíkja til konunnar eftir að hún hvarf.
Svona skeður bara í Bandaríkjunum
Fannst látin eftir sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2009 | 17:10
Hvernig er það Datt engum í hug að kíkja til konunnar eftir að hún hvarf.
Svona skeður bara í Bandaríkjunum
Fannst látin eftir sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ónei, svona kom nú upp í Þýskalandi bara í fyrra, ég man eftir amk einu tilviki í Svíþjóð og þetta hefur örugglega gerst á Íslandi líka.
Gulli (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:52
Rosalega er maður orðinn þreyttur á þessu "svona gerist bara í Bandaríkjunum" hjali. Hér hýrast gamalmenni á elliheimilum árum saman án þess að nokkur vitji þeirra. Man þegar ég vann í denn á einum svoleiðis hörmungsstað og átti varla orð yfir framkomu -eða ekki framkomu- svokallaðra barna í garð foreldra.
linda (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 19:44
Bara svona til að bæta í þetta þá bjó ég í 4 ár í svíþjóð og bjó í íbúðarblokk þar sem gamall alki bjó í íbúðinni undir mér. Við urðum altíeinu varir við það að hafa ekki séð þennan gamla mann í svoldin tíma, hann var oft úti á svölum að þamba bjór og svo eftir ca 2 vikur fór að koma þessi svakalega lykt í blokkinni. Þetta var látið viðgangast þangað til ég og félagi minn ákváðum að hringja á lögregluna og hun kom og fann "rusl" sem hun taldi að hafði verið ástæðan fyrir lyktinni. Ég sagði samt að gamli kallinn niðri hefði ekki sést lengi. Svo viku eftir það flutti ég þaðan, pældi svo sem ekki meira í þessu þangað til mér var sagt af vinum minum þarna í svíþjóð að gamli kallinn hefði fundist látin 3 mánuðum eftir að ég flutti þaðan. Alveg með ólíkindum hvernig fólkið í blokkinni lét sig hafa það og hafa ekki samband við yfirvöld aftur. Við bönkuðum á dyrnar hjá gamla manninum nokkrum sinnum en hann svaraði aldrei og lögreglan taldi þessa lykt bara vera af rusli.. Svona getur alveg komið fyrir og ég myndi halda að það myndi sérstaklega gerast ef fólkið býr í einbýlishúsi en hvað þá blokk. En 7 ár er auðvitað bara algjört rugl.
Viktor Hjartarson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:10
Ég held að þið séuð ekki alveg að fatta samheingið.
Það var búið að lýsa eftir konuni en einginn fór heim til að ath hvort hún væri ekki bara þar
Gyða Dröfn Hannesdóttir, 28.3.2009 kl. 22:46
Hún var bara týnd heima hjá sér - þannig að í rauninni var hún ekkert týnd, það bara var ekkert verið að leita að henni. En hvað er málið með að fara ekki og tæma íbúðina í 7 ár??
Marilyn, 28.3.2009 kl. 23:06
Málið er það að eftir 7 ár gátu dæturnar erft týnda móður sína - Fyrr ekki af því hún fannst ekki. Hún fannst aftur ekki vegna þess að enginn leitaði heima hjá henni.
Hlédís, 30.3.2009 kl. 10:35
Kannski var enginn samgangur og þær fá ekki aðgang að eignum konunnar nema hún sé látin. Það er litið svo á að 7 ár þurfi að líða þar til tínt fólk er úrskurðað látið. Það þarf ekki að vera að dæturnar hafi búið í sama fylki ekki einu sinni í USA það eru endalausir möguleikar til að semja svona furðusögu þannig að hún geti vel hafa gerst nánast hvar sem er.
panna (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:08
Íslendingar hafa ekki af eins miklu að státa á þessu sviði og vilja halda. Hér hefur oft verið runnið á lyktina af dánum einstæðingum, eins og gerist í stærri löndum.
Hlédís, 30.3.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.